Landsþing Samtakanna 78, Grænþreyta hjá almenningi og vísindaspjall
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Þróun dragsenunnar á Íslandi, saga tvíkynhneigðra og áhrif HIV á kynslóðir homma, tví- og pankynhneigðra karla - þetta og margt fleira mátti fræðast um á Landsþingi Samtakanna 78 sem fór fram um helgina og á föstudegi var aðalfundur samtakanna þar sem kjörin var ný stjórn. Við ræðum við Bjarndísi Helgu Tómasdóttur nýjan formann um þingið og stöðu hinsegin samfélagsins almennt. Það færist í aukana að fólk treysti ekki fullyrðingum fyrirtækja um að hin eða þessi vara sé græn, kolefnishlutlaus eða umhverfisvæn. Talað er um grænþvott og græna þreytu. Þær Birgitta Stefánsdóttir og Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, ætla að ræða við okkur um grænþreytumerki sem farið er að bera á hjá almenningi og hvað sé til ráða. Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall um frjósemi. Tónlist: George Michael feat. Paul McCartney - Heal The Pain. LAUFEY - Street by street.