Keppt í púsluspili, heimsókn til rannsóknarnefndar samgönguslysa, pistill um umhverfisáhrif sætuefna

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við tölum um púsluspil og púslmenningu. Svanhildur Eva Stefánsdóttir í Spilavinum er sérfræðingur í púsli og öllu sem viðkemur þeirri ágætu dægradvöl. Og það má segja að hún sé í rauninni keppnismanneskja þegar kemur að púsli - því Spilavinir ætla á sunnudaginn að efna til púsluspilakeppni í fyrsta sinn. Febrúar er nefnilega púslmánuður þar á bæ og meðal annars geta púslarar skipst á púslum eða losað sig við notuð púsluspil. Það sem af er ári hafa sjö látist í banaslysum í umferðinni. Það eru fleiri en létust allt árið 2019. Þetta er mikið áhyggjuefni. Öll þessi slys koma inn á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa og verða rannsökuð í þaula. Við ætlum að ræða umferðaröryggi, það sem þarf að bæta hér og störf rannsóknarnefndarinnar almennt við tvo starfsmenn hennar þá Helga Þorkel Kristjánsson, rannsóknarstjóra á umferðarsviði, og Björgvin Þór Guðnason, rannsakara á sama sviði. Pistill frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Stefán ræðir um sætuefni sem safnast upp í lífríkinu og hafa meðal annars áhrif á vatnalífverur í ám í Serbíu.