Íslenska með hreim, opinberar ráðleggingar um hreyfingu fyrir öll, málfar og vísindaspjall um sjónhimnuna
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við ræðum um hreim og hvernig fólk sem talar íslensku að móðurmáli bregst við erlendum hreim, hvað það les í hann og hvaða ályktanir það dregur um fólk sem talar með hreim. Stefanie Bade er nýdoktor í íslenskri málfræði og rannsakaði viðhorf til hreims í doktorsrannsókn sinni. Í dag fór fram kynningarfundur um endurskoðaða útgáfu opinberra ráðlegginga um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu. Helsta breytingin frá fyrri ráðleggingum er m.a. að nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni. Við ætlum að ræða þessar ráðleggingar við Gígju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá embætti Landlæknis, og Valdimar Gunnarsson, sem stýrir verkefninu Allir með. Málfarsmínúta - þorrablót og að blóta. Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - sjónhimnan og nýjar uppgötvanir tengdar henni. Tónlist: Hjálmar - Lof. ROY ORBISON - You Got It.