Hrossatað og nýsköpun, Jarðvísindastofnun HÍ greinir hraunið, rætt um forvörslu á Þjóðskjalasafni

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við ætlum að forvitnast um nýsköpun og sprota. Klak er félag í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Og það eru ýmsar leiðir til þess. Meðal annars svokallaðir viðskiptahraðlar. Einn slíkur er kallaður Hringiða og þar er lögð áhersla á að draga fram, efla og styðja við græn Og svo fórum við í heimsókn á þjóðskjalasafn íslannýsköpunarverkefni á frumstigi. Níu sprotafyrirtæki taka þátt í Hringiðu árið 2024 og þar á meðal er Í djúpum sem vinnur að því að hagnýta hrossatað. Begga Rist fer því verkefni, hún ræðir við okkur ásamt Jennu Björk Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Hringiðu. Við lítum við á rannsóknarstofu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og spjöllum við þau Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamann, og Rebekku Hlín Rúnarsdóttur, tæknimann. Þau voru í óðaönn við að greina glæný hraunsýni sem tekin voru við hraunjaðarinn ofan Suðurstrandarvegar í gær. Heimsókn á Þjóðskjalasafn. Karen Sigurkarlsdóttir, forvörður á Þjóðskjalasafninu, fræðir okkur um forvörslu og sýnir okkur uppdrætti af reykvískum lóðum frá miðri nítjándu öld.