Hjálparstarf í Kampala, umbúðamál hjá Kóka kóla, málfar og gamalt skíðamót

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við heimsækjum Kampala höfuðborg Úganda í þætti dagsins en fyrir skemmstu heimsótti starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar landið til að skoða verkefni sem þar eru rekin fyrir framlög frá Hjálparstarfinu og íslenska ríkinu. Hluti verkefnanna í Úganda snýst um að valdefla ungmenni sem flykkjast úr sveitum landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi, en þeim mætir því miður oft misnotkun, eymd og verri aðstæður en þau fóru frá. Með því að bjóða upp á þjálfun í ýmsum starfsgreinum er hægt bæta atvinnumöguleika þeirra og lífsskilyrði til muna. Við fræðumst um verkefnið og sögur ungmennanna sem það beinist að. Og það er Þórhildur okkar Ólafsdóttir sem fjallar um þessi mál. Við kynnumst áherslum Kóka kóla á Íslandi í umbúðamálum og röltum um framleiðslusalinn við Stuðlaháls með Önnu Regínu Björnsdóttur forstjóra. Þær plastflöskur sem eru framleiddar á vegum fyrirtækisins hér eru úr 100% endurunnu plasti - sem er vel umfram kröfur í umbúðaregluverki ESB. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar og rifjar upp brot úr safninu. Tónlist: BRUCE SPRINGSTEEN - Working on a Dream. Righteous Brothers - You've lost that lovin' feeling.