Getuleysi Sameinuðu þjóðanna, kaffinördismi, reykingar í flugvélum

Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í dag er ár liðið frá hrottalegri árás Hamas á Ísrael - í heilt ár hafa Ísraelsmenn varpað sprengjum á Gaza og nú Líbanon. Sprengjum sem myrt hafa á fimmta tug þúsunda. Fyrir helgi ræddum við við Fidu Abu Libdeh, athafnakonu, sem er uppalin í Palestínu. Í hennar huga er síðastliðið ár brot af miklu lengri sögu átaka og kúgunar. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur hvað heimurinn getur gert. Hvers er alþjóðasamfélagið megnugt og hvers vegna stoppa Sameinuðu þjóðirnar þetta ekki af? Við ræðum mátt og máttleysi Sameinuðu þjóðanna við Völu Karen Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Og síðan kíkjum við í heimsókn til ungs kaffinörds sem rekur svona hálfgert kaffinördakaffihús á Akureyri. Við pælum aðeins í kaffi: Kaffimenningu, kaffinördisma, kaffiáhrifavöldum. Og við hellum að sjálfsögðu upp á kaffi líka. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, kemur svo til okkar með upptöku úr safninu, mál sem klauf samfélagið á sínum tíma, í það minnsta reykfyllt bakherbergi þess.