Er Ísland herlaust í raun? Lýðræðisþátttaka ungs fólks, vísindaspjall
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu, hér fara fram heræfingar og íslenskir ríkisstarfsmenn starfrækja loftvarnarkerfi. Ísland telst engu að síður herlaust land - og fólk stærir sig oft af því á alþjóðavettvangi - en stenst það? Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar háskólans á Bifröst, hefur undanfarið velt því fyrir sér hvort þetta sé allt saman nógu gagnsætt. Hefur ungt fólk aðgang að lýðræðislegri umræðu? Skiptir lýðræðisleg þátttaka ungs fólk bara máli í aðdraganda kosninga, þegar stjórnmálaflokkar vilja tékka í box og sækja atkvæði til að endurnýja umboð sitt? Við ræðum við Söru Þöll Finnbogadóttur, stjórnmálafræðing, sem var að gefa út handbók fyrir ungt fólk sem hefur meðal annars það markmið að skapa umræðu meðal ungs fólk um lýðræði og kosningar og hvernig ungt fólk getur haft áhrif í lýðræðissamfélagi. Edda Olgudóttir, vísindamiðlari, kemur til okkar í Vísindaspjall og verður á genafræðilegum nótum. Tónlist og stef: DOPAMINE MACHINE - Hanagal.