Brú yfir Fossvog, söguhópur Ský, málfar og heimsókn frá Safni RÚV
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við kynnum okkur stöðuna á nýrri brú sem á að leggja yfir Fossvog innan fárra ára. Hönnunarsamkeppni fór fram árið 2021 og það stefnir í að útboð vegna landfyllinga fari fram innan skamms. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu, og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, fara yfir þessi mál með okkur. Nokkur vörubretti af skriftvélum, gataspjöldum og ýmsum gömlum vélbúnaði og hugbúnaði sem ekki telst lengur brúklegur hjá íslenskum fyrirtækjum eru nú varðveitt í rúmgóðum kössum. Það er alltaf að koma fram einhver ný tæki sem leysir aðra af hólmi og þessi tæki geyma merkilega sögu. Við ætlum að fjalla um gömul tæki og varðveislu þeirra en hjá Ský, áður skýrslutæknifélagi Íslands, er starfandi söguhópur. Tveir meðlimir hans, Þorsteinn Hallgrímsson og Guðmundur Hannesson, ræða sögu tölvubúnaðar við Samfélagið. Við heyrum svo málfarsmínútu og fáum bolludagsglaðning frá Safni RÚV.