Bólusetningar og viðbrögð við mislingum, niðurrif húss við Laugaveg, málfar og fyrsti falsaði peningaseðillinn á Íslandi
Samfélagið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Á dögunum greindist erlendur ferðamaður með mislinga, maðurinn var tiltölulega nýkominn til landsins með flugi og því fjöldi fólks sem kann að hafa orðið útsettur fyrir smiti. Mörg hafa í dag sent fyrirspurnir á heilsuveru, foreldrar barna sem eru of ung til að fá bólusetningu hafa sumir áhyggjur og fólk keppist við að reyna að fá yfirsýn yfir eigin bólusetningar já og barnanna - en það getur verið snúið. Við ræðum aðgengi að bólusetningargögnum og viðbrögð við mislingum við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Reynir Magnús Jóelsson vinnur hjá ABL-taki við að rífa gömul hús. Þessa dagana er hann að rífa hluta Gamla sjónvarpshússins við Laugaveg í Reykjavík. Við fræðumst um niðurrif bygginga og skoðum aðstæður á vettvangi. Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar - að blóta. Heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skjalavörður sýnir okkur meðal annars elsta falsaða peningaseðilinn sem vitað er um á Íslandi og fer yfir lífshlaup Þorvaldar Þorvaldssonar sem falsaði þann seðil.