Samfélagið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Krabbameinsskrá Íslands fagnar 70 ára afmæli nú í maí og af því tilefni verður blásið til afmælismálþings seinna í dag. Þetta er löng saga og ýmislegt sem hefur gerst og breyst á 70 árum. Þær Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og prófessor ræða þessi tímamót. VIð fræðumst um íslensku nýsköpunarvikuna sem hófst í dag, hátíð sem laðar að stórfiska úr heimi tækni og nýsköpunar en snertir líka á listum. Við ræðum við stofnendur hátíðarinnar, þær Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur. Edda Olgudóttir kemur svo í vísindaspjall í lok þáttar - hún segir okkur frá möguleikum crispr-tækninnar, meðal annars til þess að lækna blindu. Tónlist: Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Ingibjörg Smith - Nú liggur vel á mér. TRAVIS - The Weight. Beatles, The - While my guitar gently weeps.