Nöldrað um netið með Sigga og Siggu Dögg 3: Hvernig ræðum við um netið sem fjölskylda

Heimili og skóli - Podcast készítő Heimili og skóli

Kategóriák:

Umræðuefni vikunar er að þessu sinni hvernig við ræðum um netið sem fjölskylda. Í þessari hlaðvarpsseríu fara Sigurður Sigurðsson sérfræðingur í miðlanotkun barna og ungmenna og Sigga Dögg kynfræðingur yfir helstu umræðuefni sem brenna á foreldrum varðandi netnotkun barna sinna. Markmiðið með hlaðvörpunum er að þau verði upphafið að jákvæðri umræðu milli foreldra og barna um málefni netsins. Því getur verið sniðugt að hlusta á þættina með börnunum og halda svo umræðunni áfram. Hver þáttur endar með spurningum sem foreldrar og börn geta rætt um sín á milli eftir hlustun.