Miðjan - Böddi löpp um erfiða tíma hjá fjölskyldunni, sigrana og vonbrigðin
Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:
Böðvar Böðvarsson ólst upp í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Kinnunum og lék upp yngri flokkana með FH. Hann er fæddur árið 1995 og lék sinn fyrsta leik í efstu deild sumarið 2013 með uppeldisfélagi sínu FH. Í dag leikur hann með pólska úrvalsdeildarfélaginu, Jagiellonia Bialystok. Böddi löpp, eins og hann er kallaður er gestur Miðjunnar að þessu sinni. Þar fer hann yfir unglingsárin í FH, fyrstu leikina með meistaraflokki, Íslandsmeistaratitlana tvö sem hann hefur unnið, vonbrigðin á ferlinum, tímann í Danmörku þar sem hann fór á lán til Midtjylland og að sjálfsögðu fyrsta árið í Póllandi.