Innkastið - Klár krísa hjá Val og skeyti frá Eyjum
Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:
Þriðja umferð Pepsi Max-deildarinnar er að baki. Deildin fer fáránlega skemmtilega af stað! Elvar Geir og Gunnar Birgisson eru í Innkastinu í kvöld en Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, leysir Magnús Má af í þætti kvöldsins. Við skoðum alla leikina, skúbbum eitthvað, kíkjum aðeins niður í Inkasso og Gunni giskar á næstu umferð. Meðal efnis: ÍA vinnur að því að fá miðjumann, Rikki Gje gagnrýnir þjálfara Vals, óánægja í stúkunni á Hlíðarenda, ÞÞÞ lagar net, enginn bjóst við neinu frá Kolbeini, Fylkismenn byrjuðu að sækja í uppbótartíma, Daníel Geir Moritz kom með fréttapunkta frá Eyjum.