Inkasso-hornið - Farið yfir stöðuna í deildinni og spáð í spilin
Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:
Fótbolti.net fjallar vel um Inkasso-deild karla og í samvinnu við Inkasso bjóðum við upp á hlaðvarpsþætti um deildina í sumar. Arnar Daði Arnarsson er umsjónarmaður þáttarins. Í þessum þætti ræðir hann við tvo sérfræðinga um stöðuna í deildinni, fer yfir hvaða lið eru líklegust til að fara upp og falla niður um deild. Í lokþáttar velja sérfræðingarnir síðan það lið sem hefur valdið hvað mestu vonbrigðum og hvaða lið hefur komið mest á óvart í deildinni það sem af er. Sérfræðingarnir eru þeir Baldvin Már Borgarson, fréttaritari Fótbolta.net og Úlfur Blandon þjálfari Þróttar Vogum í 2. deildinni.