Hvernig fóru Úlfarnir að því að rúlla yfir Víkinga?
Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:
Haka fór í gólf hjá mörgum þegar Úlfarnir, lið í 4. deildinni, rúllaði yfir Inkasso-lið Víkings í Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. 6-2 urðu lokatölur. Úlfarnir hafa verið til í tvö ár og ekki gert mjög merkilega hluti í 4. deildinni. Ólafsvíkurliðið var hinsvegar hársbreidd frá því að komast í úrslit Mjólkurbikarsins í fyrra. Birgir Theodór Ásmundsson, spilandi formaður Úlfanna, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Birgir sagði meðal annars frá tengingu félagsins við Fram og sagði frá óskadrætti liðsins fyrir 32-liða úrslitin.