Heimavöllurinn - Markmaður í mömmuleikfimi og 15 ára stjarna
Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:
Í nýjasta þætti Heimavallarins er farið yfir 2. umferðina í Pepsi Max-deildinni. Leikirnir eru gerðir upp og verðlaun veitt fyrir allskonar frammistöður. Við berum saman Breiðablik og Val, ræðum unga leikmenn og spáum í spilin fyrir næstu umferð í Inkasso og Pepsi Max deildinni. Gestir þáttarins eru þær Harpa Karen Antonsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir en auk þess heyra Heimavallarstýrur í Örnu Sif Ásgrímsdóttir fyrirliða Þór/KA og Agnesi Þóru Árnadóttir sem tók upp hanskana að nýju og stóð vaktina í marki KR.