Enska hringborðið - Enskir úrslitaleikir framundan

Fotbolti.net - Podcast készítő Fotbolti.net

Kategóriák:

Úr útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool og sérfræðingur þáttarins um enska boltann, mætti við enska hringborðið með Elvari og Tómasi. Hann gerði upp tímabilið á Englandi, valdi besta leikmanninn og mestu vonbrigðin. Rætt var um meistarana í Manchester City, vonbrigðin hjá grönnum þeirra og hitað upp fyrir komandi úrslitaleiki í Evrópukeppnunum. Chelsea og Arsenal eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á mivikudag og næsta laugardag eigast við Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni.