10 bestu / Þorsteinn Bachmann S11 E6
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Podcast készítő Podcast Stúdíó Akureyrar
Kategóriák:
Í sjötta þætti elleftu seríu fæ ég til mín einn af mínum uppáhalds leikurum Þorstein Bachmann. Ég hef fylgst með honum í gegnum árin og það kemur upp úr krafsinu, eða eftir 3 og halfs klukkutíma spjalls, að við erum ekkert ólíkir að mörgu leiti. Spjallið er létt en tekið af yfirborðinu frekar snemma og þar vildum við vera báðir tveir sem eftir lifði. Við förum í gegnum mest allt sem hann hefur verið að gera, ræðum málin djúpstæð og einlæg og Þorsteinn hefur komist að því að það er betra að leggja EGO-ið til hliðar þegar kemur að því að lifa. Hann segir okkur hvers vegna. Hann kemur með ráð til að geta verið í núinu sem þú hlustandi góður getur nýtt þér. Við tölum milkið um Vonarstræti sem er hans eiginlega fyrsta stóra breik í bíómyndum þar sem hann leikur Móra. Hvernig náði hann karakternum svona vel? Hann segir okkur söguna hvenær hann fékk handritið i hendurnar og lagið sem átti svo að vera í bímyndinni og kenndi honum að finna karakterinn sinn ennfrekar. Það var merkilega gaman og fróðlegt að heyra. Hann segir okkur frá því þegar hann sagði Jodie Foster frá því hvenær hann ákvað að leggja fyrir sig listina að leika en þau léku saman í True Detective. Hann sendi prufu i það verkefni frá Spáni í fjölskylduferð. Brilliant:) Jodie Foster var hluti af þeirri ákvörðun þegar hann var lítill strákur og þar kemur bíómyndin Taxi Driver við sögu og pabbi hans heitinn. Hvort velur hann ef hann þyrfti að velja? Sviðið eða bíómyndir? Og af hverju? Allt þetta og svo miklu miklu meira í opinskáu og fallegu spjalli sem við áttum saman ég og Þorsteinn. Takk Þorsteinn Bachmann og takk fyrir að hlusta á 10 bestu.